Porche Panamera

Porche Panamera e-hybrid 2016

Þjónusta:

 • Þrif að utan + Full detail lakkviðgerð + Tvöföld C.Quartz UK Ceramic húðun

Ástand bifreiðar: 

 • Eigandi mikill bílaáhugamaður svo ástand lakks var gott en farið að sjá örlítið á því. Bíllinn hefur alltaf verið þveginn með þvottahanska, bónaður og geymdur inni. Eigandinn vildi láta leiðrétta lakkið og setja C.Quartz UK Ceramic húðun yfir.

Ferli:  

 • Vandlega þrifinn að utan, felgur, plast og annar vínill glansaður.
 • Allt þurrkað nánast snertilaust með loftblæstri + sérstökum drying towels
 • Lakk lakkhreinsað með leir til að losa járnflísar (iron fillings) og oxun (oxidation).
 • Djúpar rispur leitaðar uppi og fjarlægðar með P2000 og P3000 vatnspappírsmeðferð (sanding method).
  • Voru einungis þrjár dýpri rispur að finna + eitt nuddsvæði
 • Allur bíllinn massaður með medium grófleika til að fjarlægja þvottarispur og dropaför – [gljástig þá orðið 8/10]
 • Allur bíllinn fínmassaður og grunnaður til að hækka gljástigið í það hæsta mögulega – [gljástig þá orðið 10/10]
 • Bíllinn hreinsaður með IPA (Isopropyl alcohol) , lakk verður að vera 100% hreint fyrir næsta skref.
 • Tvær umferðir af C.Quartz UK Ceramic Coating borið á lakkið, áætlaður endingartími er um 2 ár.
 • Bíll geymdur innandyra í 35°C heitum blæstri (bakstur) í 10klst til að herða ceramic húðunina á bílinn.
 • CarPro Reload top coating borið ofan á C.Quartz UK Ceramic húðunina.
 • Bíllinn vandlega þrifinn að innan með detail burstum og mjóum stönglum til að þræða inn á milli erfiða svæða.