BMW F10 550i

BMW F10 550i 

Þjónusta:

  • Alþrif + Djúphr. + Leðurhr. + Vélaþrif + Full detail lakkviðgerð + Ein umferð C.Quartz UK Ceramic húðun

Ástand bifreiðar: 

  • Minniháttar þvottarispur um allan bíl voru að finna, leðursæti voru búin að ná að safna í sig smá skít og teppi þokkaleg. Vélasalur skítugur og sjaldan/aldrei þrifinn. Óskir eiganda voru að lakka upp á bílinn frá A – Ö, koma lakkinu í besta mögulega ástand og hjúpa það af með C.Quartz Ceramic húðun.

Ferli:  

  • Vélasalur vandlega þrifinn með tjöruhreinsir, háþrýstidælu, detail burstum og lofti.
    • Vélasalur glansaður allur frá A – Ö.
  • Bifreiðin þrifin öll að utan, felgur, plast og á bakvið númeraplötur.
  • Allt þurrkað nánast snertilaust með loftblæstri + sérstökum drying towels
  • Lakk lakkhreinsað með leir til að losa járnflísar (iron fillings) og oxun (oxidation).
  • Djúpar rispur leitaðar uppi og fjarlægðar með P2000 og P3000 vatnspappírsmeðferð (sanding method).
    • Nuddför hér og þar fundust, ekki var mikið um djúpar rispur
  • Allur bíllinn massaður með medium grófleika til að fjarlægja þvottarispur og dropaför – [gljástig þá orðið 8/10]
  • Allur bíllinn fínmassaður og grunnaður til að hækka gljástigið í það hæsta mögulega – [gljástig þá orðið 10/10]
  • Bíllinn hreinsaður með IPA (Isopropyl alcohol), lakk verður að vera 100% hreint fyrir næsta skref.
  • Ein umferðir af C.Quartz UK Ceramic Coating borið á lakkið, áætlaður endingartími er um 2 ár.
  • Bíll geymdur innandyra í 35°C heitum blæstri (bakstur) í 10klst til að herða ceramic húðunina á bílinn.
  • CarPro Reload top coating borið ofan á C.Quartz UK Ceramic húðunina.
  • Teppin djúphreinsuð
  • Leðursætin leðurhreinsuð á öruggan máta + leðurnærð
  • Bíllinn vandlega þrifinn að innan með detail burstum og mjóum stönglum til að þræða inn á milli erfiða svæða.